STARFSMANNAFÉLAGIÐ sér um allt fyrir þig...


Á meðan þú situr yfir dásamlegum kaffibolla - rétt eins og þeim hér til hliðar - er STARFSMANNAFÉLAGIÐ að störfum að skipuleggja og undirbúa fyrir þig. Það kostar þig og fyrirtækið þitt mikla fyrirhöfn að skipuleggja uppákomur fyrir starfsfólkið.  Það er hins vegar það sem við gerum best.  Heildarlausnir STARFSMANNAFÉLAGSINS fyrir starfsmannafélagið þitt, saumaklúbbinn, hjónaklúbbinn, matarklúbbinn, ferðaklúbbinn, kórinn eða sem sagt hvern sem er.

STARFSMANNAFÉLAGIÐ veit að það eru margir sem kunna að meta bjór og vita fátt skemmtilegra en að drekka hann. Það er þó ekki það sama bjór og bjór. Þess vegna býður STARFSMANNAFÉLAGIÐ upp á bjórsmökkunarnámskeið. Þar er fjallað um muninn á ljósum og dökkum bjór, ólíkar tegundir kynntar og smakkaðar og fjallað um hið gríðarlega mikilvæga Reinheitsgebot sem olli straumhvörfum við bruggun bjórs hér fyrr á öldum og er enn við lýði.

 

Ef eitthvað af þessu sem hér að ofan er nefnt heillar þig þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Þess ber þó að geta að við eigum meira til, þetta eru bara nokkrar hugmyndir!! Þú hefur bara samband við okkur á

 

starfsmannafelagid@starfsmannafelagid.com

ferdanefndin@starfsmannafelagid.com

skemmtinefndin@starfsmannafelagid.com

valdi@starfsmannafelagid.com

 

Í sameiningu finnum við ferðina sem þú ert að leita að, uppákomuna sem þig vantar, hópeflið sem vinnustaðinn vantar, það sem þarf til þess að bæta móralinn á vinnustaðnum, gera góðan móral betri og allt þar fram eftir götunum...

 

 

starfsmannafelagid.com © 2008 • Privacy Policy • Terms of Use

www.starfsmannafelagid.com