STARFSMANNAFÉLAGIÐ sér um allt fyrir þig...
Á meðan þú situr yfir dásamlegum kaffibolla - rétt eins og þeim hér til hliðar - er STARFSMANNAFÉLAGIÐ að störfum að skipuleggja og undirbúa fyrir þig. Það kostar þig og fyrirtækið þitt mikla fyrirhöfn að skipuleggja uppákomur fyrir starfsfólkið. Það er hins vegar það sem við gerum best. Heildarlausnir STARFSMANNAFÉLAGSINS fyrir starfsmannafélagið þitt, saumaklúbbinn, hjónaklúbbinn, matarklúbbinn, ferðaklúbbinn, kórinn eða sem sagt hvern sem er.
STARFSMANNAFÉLAGIÐ leggur áherslu á það við þig að fyrirtækið þitt stuðli að því að fjölskyldur starfsmanna taki sem mestan þátt í félagslífi á staðnum. Með því næst meiri samstaða allra sem að starfsmanninum standa og fjölskyldurnar verða jákvæðari út í fyrirtækið – það skilar sér í jákvæðri umfjöllun meðal fólks og allir eru ánægðari, líka fyrirtækið!!
Börn vita fátt skemmtilegra en að fara í sveitina og fá að hitta dýrin. Það er líka gaman fyrir þá sem fullorðnir eru að fá að upplifa alla þessa gleði. STARFSMANNAFÉLAGIÐ hefur helst beint fólki á tvo staði þar sem þokkalega mikið er af dýrum en ekki síður er þar alúðlegt fólk sem tekur vel á móti gestum.
Ef eitthvað af þessu sem hér að ofan er nefnt heillar þig þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Þess ber þó að geta að við eigum meira til, þetta eru bara nokkrar hugmyndir!! Þú hefur bara samband við okkur á
starfsmannafelagid@starfsmannafelagid.com
ferdanefndin@starfsmannafelagid.com
skemmtinefndin@starfsmannafelagid.com
valdi@starfsmannafelagid.com
Í sameiningu finnum við ferðina sem þú ert að leita að, uppákomuna sem þig vantar, hópeflið sem vinnustaðinn vantar, það sem þarf til þess að bæta móralinn á vinnustaðnum, gera góðan móral betri og allt þar fram eftir götunum...
|